Húsnæðisstofnun ríkisins

97. fundur
Föstudaginn 17. febrúar 1995, kl. 15:08:15 (4463)


[15:08]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. svörin. Ég fagna því að vissu leyti að hæstv. ráðherra útilokar ekki að það komi fram eftir helgi frv. til laga um greiðsluaðlögun frá ríkisstjórninni. Það er mikilvægt vegna þess að það er stór hópur einstaklinga sem býr við mjög erfiðar aðstæður sem bíður eftir því að það komi einhver úrræði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að takast á við þá miklu greiðsluerfiðleika sem

heimilin standa nú frammi fyrir.
    Það hlýtur að vera svo að frv. sem er að fyrirmynd úr Skandinavíu og hér er flutt hlýtur að vera svolítið öðruvísi heldur en það sem við erum með og ekki síst í ljósi þess að við erum ekki með neitt. Frv. er nýtt, gerir ráð fyrir alveg nýju fyrirkomulagi um það hvernig á að taka á ákveðnum erfiðleikum sem einstaklingar standa frammi fyrir. En það get ég sagt hæstv. félmrh. að frv. hefur algerlega verið lagað að íslenskum aðstæðum, íslensku réttarfari.
    En ég spyr af því að hæstv. félmrh. ýjaði að því áðan í sinni ræðu: Strandar málið í dómsmrn. hjá hæstv. dómsmrh.? Ég spyr: Á hverju strandar þar þá ef svo er?