Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga

99. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 15:59:41 (4503)


[15:59]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég vildi láta það koma fram að ég er afar ósáttur við þá túlkun sem hæstv. fjmrh. fór með áðan um það að brotamálmar flokkist ekki undir sorp. Ég held að það sé mjög mikilvægt að stuðla að því að brotamálmar séu hirtir og endurunnir. Ég tel að ef reglugerðin er virkilega með þeim hætti að túlkun hæstv. ráðherra standist þá verði bara að breyta henni. Þetta er óeðlilegt fyrirkomulag. Ég þekki til í sveitarfélögum sem hafa lagt í geysilegan kostnað til þess að safna brotamálmum, hafa fegrað umhverfið og lagað mikið til hjá sér en lagt í mikinn kostnað. Ég tel mjög óeðlilegt að virðisaukaskattur fáist ekki endurgreiddur af þessu. Ef túlkun ráðuneytisins á reglugerðinni er rétt í þessu efni þá er ekkert um annað að gera en að breyta henni.