Áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll

99. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 16:42:10 (4519)


[16:42]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem hefur komið fram í svari mínu að lendingargjöld vegna erlendra flugfélaga hafa verið hækkuð verulega umfram gjaldskrá Keflavíkurflugvallar. Stefna Flugmálastjórnar er sú að beina fluginu þangað þó á hinn bóginn sé ekki hægt að loka augunum fyrir því, heldur ekki gagnvart hinum smærri flugvélum, að Reykjavíkurflugvöllur er skráður alþjóðlegur flugvöllur í flugmálahandbók.
    Vegna ummæla hv. þm. Páls Péturssonar þá minni ég á að Keflavíkurflugvöllur er undir stjórn utanrrn. eða ráðherra og skal ég koma þeim tilmælum til hans sem hér var vakin athygli á.