Varnir gegn mengun af útblæstri bifreiða og brennslu olíu og bensíns

99. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 16:56:52 (4524)


[16:56]
     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Hv. 4. þm. Vesturl. var að gera athugasemd við störf umhvn. Ég kannast ekki við það að ég hafi staðið á móti afgreiðslu á tillögu hv. þm. og ég minnist þess ekki að stjórnarandstaðan hafi gert það heldur. Hins vegar er okkur öllum kunnugt að það hefur verið rekið mjög á eftir af hæstv. umhvrh. að afgreiða önnur mál í nefndinni og fjalla um þau og vænti ég að hann muni geta staðfest það hér á eftir. En að sjálfsögðu er eðlilegt að hv. varaformaður umhvn., hv. 11. þm. Reykn., geri að öðru leyti grein fyrir meðferð þessa máls í umhvn.