Almenn hegningarlög

100. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 18:31:33 (4554)


[18:31]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 686 og meðfylgjandi brtt. allshn. á frv. til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 frá 1940.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra og Jónatan Þórmundsson prófessor.
    Frv. er þáttur í heildarendurskoðun viðurlagaákvæða í skattalögum og bókhaldslögum. Það er lagt fram ásamt tveimur öðrum frumvörpum, frv. til laga um breytingu á refsiákvæðum nokkurra skattalaga, 319. máli, og enn fremur frv. til laga um breytingu á lögum um bókhald, nr. 145/1944, lög um ársreikninga, nr. 144/1994, og fleiri sem efh.- og viðskn. flytur.
    Allshn. leggur til nokkrar breytingar á frv. sem eru tæknilegs eðlis. Annars vegar er um að ræða breytingar á 1. mgr. 1. gr. sem helgast af því að ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga og laga um tryggingargjald, sem tilgreind eru í frv., eru eyðuákvæði sem vísa átti um lög um tekjuskatt og eignarskatt. Hins vegar er lagt til samkvæmt ábendingu frumvarpshöfunda að tilvísanir í 2. mgr. 1. gr. verði nákvæmari.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þskj. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Guðmundur Árni Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson en aðrir nefndarmenn allshn. undirrita þetta nefndarálit.