Sjúkraliðar

100. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 19:02:18 (4559)


[19:02]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ég vildi aðeins benda á að 3. gr. í þessu frv. sem hljóðar svo: ,,Óheimilt er að ráða sem sjúkraliða aðra en þá sem hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum`` er óbreytt frá sömu grein í gildandi lögum þannig að þarna er ekki verið að breyta neinu. Þarna er verið að kveða orðrétt á um það sama og í gildandi lögum.
    Auðvitað er það svo að það er sjaldan sem það er sátt um alla hluti sem lagðir eru til. Sumum sýnist þetta ganga of skammt en öðrum of langt. Ég vil aðeins láta það koma fram að ég er eindreginn stuðningsmaður þessa frv. og fer þess á leit að það verði afgreitt.