Viðlagatrygging Íslands

100. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 19:03:43 (4561)


[19:03]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands. Frv. er aðeins í tveimur greinum ef gildistökugreinin er talið með. Í fyrri grein frv. er lagt til að við lögin um Viðlagatryggingu Íslands bætist ákvæði til bráðabirgða er hljóði svo:
    ,,Á árunum 1995--1999 skal innheimta 10% álag á iðgjöld skv. 11. gr. Tekjur af þessu álagi á iðgjöld skulu renna í ofanflóðasjóð sbr. 10. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum . . .
``
    Með þessu móti mundi ráðstöfunarfé ofanflóðasjóðs hækka úr liðlega 20 millj. kr. í um 80 millj. kr. en til viðbótar kæmu bein framlög á fjárlögum til sjóðsins. Eins og segir í greinargerð þarf vart að hafa mörg orð um nauðsyn þess að endurmeta allt áhættumat vegna snjóflóðahættu og gera átak í snjóflóðavörnum á Íslandi. Með því viðbótarfjármagni sem fengist með þessari lagabreytingu yrði unnt að gera átak í þessum efnum.
    Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að mælast til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.