Vegalög

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 22:12:59 (4657)



[22:12]
     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Hver á girðingar með vegum, spurði hv. 3. þm. Vesturl. Það hefur verið litið svo á að bændur ættu girðingarnar, þrátt fyrir það að Vegagerðin hafi girt þær eða reist, enda hefur verið lögð á þá sú kvöð að halda þeim við. Ef svo hagar til, sem er í einstökum tilvikum skv. þessu frv., að Vegagerðin hvort tveggja reisir girðingar og heldur þeim við einvörðungu á eigin kostnað, þá verður að líta svo á að þær séu hluti vegsvæðis og eign Vegagerðarinnar, ella gildi hin fyrri regla.