Vegalög

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 22:13:57 (4658)


[22:13]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það kann vel að vera að þessi skilgreining verði sú sem gildir. En það er náttúrlega ekki komið í ljós enn og það kann vel að vera að þar sem ábyrgð er skipt og þetta verður nú með ýmsum hætti, viðhald er á höndum sveitarfélaga og bænda. Ég ætla ekkert að þræta um það hvernig menn vilji líta á

þetta, en það er alla vega ekki tekið fram og ekki alveg fullkomlega skýrt, að mínu viti, hver muni eiga þessi mannvirki og verður það ekki fyrr en um það fellur dómur úr því að það er ekki kveðið skýrt á um það í lögunum. Og það er það sem ég er hér að halda fram, að það hefði kannski verið rétt að það hefði komið skýrt fram að ef þessi skilningur, sem hv. formaður var hér að lýsa, er sá skilningur sem menn eru sammála um að hafa á þessu, að það hefði þá kannski verið rétt að það hefði komið fram í textanum.