Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 02:05:06 (4711)


[02:05]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég sagði hversu langan tíma ég væri búinn að tala í þessu máli og ég held að það hafi verið 10 mínútur sem ég talaði nú við þessa umræðu og þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
    En ég held mig við minn misskilning sem hæstv. ráðherra telur að það sé að hafa áhyggjur af afleiðingum áfengisneyslunnar og að hafa þá skoðun að aukinn fjöldi þeirra sem hefur verslun á hendi og reynir að sjálfsögðu eins og hann getur að koma út sinni vöru muni auka þrýsting og auka neyslu.