Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 02:07:36 (4713)


[02:07]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Nú er ég algerlega hættur að skilja hæstv. fjmrh. Ég verð að viðurkenna það. Rökin fyrir frv. voru m.a. þau að hér hefðu ekki allir jafnan aðgang að markaði. Það þyrfti að gefa öllum kost á að geta flutt áfengi til landsins og selt það hér en það væri takmarkað sem kæmist að hjá Áfengisversluninni. Heldur hæstv. ráðherra ekki að þeir sem telja sig núna ekki koma vörunni á markað muni leita til umboðsmanna og reyna að koma henni inn? Mun það ekki verða hægara fyrir fleiri að afla sér nýrra umboða og reyna að selja þegar hægt er síðan að geyma birgðirnar í tollvörugeymslu og þurfa ekki að bera af því mikinn kostnað? Mér sýnist að rökin sem hæstv. fjmrh. færir hér fram rekist hvert á annars horn.