Veiting ríkisborgararéttar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 13:21:33 (4724)

[13:21]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 721, um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar, frá allshn.
    Nefndin hefur fjallað um frv. sem er hið seinna á þessu löggjafarþingi. Undanfarin ár hefur verið stuðst við reglu sem allshn. efri deildar setti um veitingu ríkisborgararéttar á 112. löggjafarþingi. Nú hefur reglum þessum verið breytt og birtast þær í sérstakri skýrslu nefndarinnar sem lögð er fram samhliða áliti þessu. Málsmeðferð nefndarinnar var með hefðbundnu sniði. Tveir nefndarmenn fóru yfir allar umsóknir sem borist höfðu og síðan fjallaði nefndin um þær. Við afgreiðsluna var stuðst við nýju reglurnar og er að þessu sinni lagt til að 44 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.
    Nefndin mælir með samþykkt frv. með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þskj. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Guðmundur Árni Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson, en allir aðrir nefndarmenn undirrita nál.