Tilkynning um dagskrá

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 14:58:37 (4749)



     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti telur rétt að fresta umræðum um 19. dagskrármálið. Forseti hefur fengið þær upplýsingar að það er bæði boðaður þingflokksfundur hjá þingflokki Framsfl. og Alþfl. Þá verður frestað umræðum um 19., 20. og 21. dagskrármálið. En eins og forseti hefur þegar sagt og hérna hefur komið fram, þá var gert ráð fyrir að þingmenn fengju að mæla fyrir sínum tillögum, sem þess óskuðu, og ef þingmenn eru tilbúnir til að gera það þó að hér séu fundir í þingflokkum þá mun forseti verða við því, ef þingmenn sætta sig við þá málsmeðferð að mæla fyrir hér þó að sumir þingflokkar séu ekki hér í salnum. En það hafði verið gert ráð fyrir að þingmenn fengju að mæla fyrir málum þó að í því fælist ekki að það yrðu leyfðar miklar umræður um þau á eftir þannig að það er þess vegna eingöngu það sem verið er að tala um.