Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:01:11 (4751)

[15:01]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Síst skal ég leggjast gegn því að þingmenn fái að mæla fyrir sínum þingsályktunartillögum eða frumvörpum sem eru á dagskrá. Hins vegar vek ég athygli á því að það kynni að vera að í hópi þeirra þingmanna sem nú eru senn að ganga á þingflokksfund séu menn sem gjarnan vildu ræða ýmis mál sem eru hér á dagskrá eins og til að mynda þá þáltill. sem hv. þm. Ingibjörg Pálmadóttir flytur þannig að ég spyr: Er ekki hægt að leyfa þeim þingmönnum að mæla fyrir þeim málum eftir að þingflokksfundum lýkur kl. 4 þannig að aðrir þingmenn hefðu þá líka tækifæri til þess að taka þátt í umræðum eða láta í örstuttu máli viðhorf sín í ljósi til þeirra?