Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:02:32 (4753)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti hafði ekki reiknað með því að fundir yrðu svo lengi í dag vegna þess að hér á að vera fundur í kvöld og það er nokkuð erfitt að hafa fund langt fram eftir degi í ljósi þess. Eingöngu þess vegna hafði forseti reiknað með því að vera hér kannski hálftíma eða þrjú korter í viðbót, ekki mikið lengur. En það hafði verið gert ráð fyrir því, og ég vil vekja athygli á því, að þingmenn mæltu fyrir sínum tillögum. Forseti getur fullvissað þingmenn um það að ef þess er óskað í ákveðnum málum að umræðu sé ekki lokið þá er auðvitað alveg sjálfsagt að verða við því. En það tryggir ekki að hægt verði á þessu þingi að ræða málin frekar en það er a.m.k. ekki lokað fyrir að það geti orðið. Ef einhverjir þingmenn vilja sætta sig við að tala fyrir sínum málum núna þá verður forseti við því, en telur sig ekki geta orðið við því að byrja aftur kl. 4 og vera fram eftir degi í ljósi þess að hér verður fundur í kvöld.
    Forseti gerir nú ráð fyrir því að ganga á þann lista sem hér er og athuga hvort þingmenn eru tilbúnir til þess að ganga að þessu. Ef ekki þá verður þessum fundi slitið.