Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:05:37 (4755)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti vill aðeins vekja athygli hv. þm. á því að örstuttur tími er til stefnu fram að því að gert var ráð fyrir að þingi mundi ljúka. Í ljósi þess er því ekki hægt að lofa neinu á þessari stundu um framhaldið, en þetta var það sem búið var að gera ráð fyrir og ef menn sætta sig ekki við það og ekki heldur þeir þingmenn sem, eins og forseti hefur tekið fram, eru með mál á dagskrá þá er ekki annað en una því og þá verður þessum fundi slitið. Forseti var búinn að hafa samband við einn ákveðinn þingmann sem vildi gjarnan fá að mæla fyrir sínu máli í ljósi þeirra aðstæðna sem hér eru og þess vegna vildi forseti gjarnan fá að standa við það. Hins vegar er ekki hægt annað en taka tillit til þess að hér eru þingflokksfundir.