Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:12:15 (4762)


[15:12]

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja að því hvort hæstv. forseti geti tryggt það að við sem höfum beðið eftir að mæla fyrir málum í dag fáum að mæla fyrir þeim á morgun.
    ( Forseti (KE) : Forseti getur upplýst að það er ekki hægt að tryggja eitt né neitt í þessum efnum frekar en þessi dagur í dag sem fór nokkuð úr böndum. Eins og nú hefur komið í ljós er búið að ræða um fundarstjórn forseta í 15 mínútur og þykir forseta leitt að geta ekki orðið við því að þingmenn fái að mæla fyrir sínum málum, en treystir sér ekki til að lofa neinu í þeim efnum um framhaldið.)
    Þá ítreka ég þá ósk mína að fá að mæla fyrir máli á þskj. 623 núna.