Stjórnarskipunarlög

104. fundur
Fimmtudaginn 23. febrúar 1995, kl. 15:49:10 (4809)


[15:49]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. að það hefði verið betri málatilbúnaður sem hann lagði til en málið er nú þannig vaxið að þetta var sáttmálsatriði í stjórnarsamstarfssáttmála flokkanna. Það er engin launung hjá mér að það kom inn þar vegna óska Alþfl. á sínum tíma. Síðan var ekki vakið máls á þessu atriði fyrr en eftir aukaþing Alþfl. og þá var þetta mál hermt upp á flokkana báða. Ég auðvitað kannast við það að þetta var samþykkt í upphafi en menn hafa ekki knúið dyra varðandi þetta mál fyrr. Þess vegna bar það að með þessum hætti.
    Ég er alveg sammála hv. þm. að málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar er hvað þetta varðar ámælisverður og hefði farið betur á því að hann hefði verið með öðrum hætti. En málið er í sjálfu sér gott.