Vog, mál og faggilding

104. fundur
Fimmtudaginn 23. febrúar 1995, kl. 18:21:06 (4827)


[18:21]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu. Það er efh.- og viðskn. sem flytur þetta frv. Málið snýst um það að framlengja ákvæði til bráðabirgða III í lögunum og það orðist þannig:
    ,,Viðskiptaráðherra er heimilt að setja reglugerðir um öryggi vöru sem boðin er neytendum hér á landi í atvinnuskyni eða neytendum í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins af aðilum sem staðfestu hafa hér á landi að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði og að því leyti sem ekki er kveðið á um öryggi hlutaðeigandi vöru og eftirlit með því að hún uppfylli settar kröfur í öðrum löndum.
    Í reglugerð skal kveðið á um hvernig eftirliti með því að vara uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar skuli háttað og rétt skoðunarstofa til aðgangs að eftirlitsskyldri vöru.
    Löggildingarstofan annast eftirlit skv. 2. mgr.``
    Það hafa verið flutt frumvörp um öryggi vöru en þau hafa ekki náð fram að ganga og á sínum tíma var niðurstaðan að setja inn bráðabirgðaákvæði í lögin um vog, mál og faggildingu sem væru til þess fallin að uppfylla ákvæði samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði. Það er niðurstaða nefndarinnar að best væri að hafa sama hátt á áfram og því er þetta frv. flutt.