Tekjuskattur og eignarskattur

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 01:03:52 (4875)


[01:03]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. 6. þm. Norðurl. e. í því að það sem skiptir máli í þessu efni er auðvitað forgangsröðunin og ég viðurkenni að ég hefði kosið aðra aðferð til þess að koma út þessum hálfa til heila milljarði en gert er í þessari yfirlýsingu. Þá er ég að tala um lífeyrisréttindi út af fyrir sig en ég hefði hins vegar, hæstv. forseti, ekki notað peningana til að lækka verð á bílum, það viðurkenni ég.