Vísitala neysluverðs

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:01:26 (4899)


[02:01]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að sú samþykkt sem ég nefndi áðan sé kannski ekki í þá veru að afnema lánskjaravísitöluna í áföngum en alla vega er hún í þá veru að draga úr vægi lánskjaravísitölunnar. Mér er kunnugt um að það er verið að vinna að því í Seðlabankanum að skoða það mál hvernig draga megi úr áhrifum lánskjaravísitölunnar á næstu árum og hugsanlega hefði komið í framhaldi af því að hún væri afnumin sem ég hefði talið það besta og ekki síst miðað við þann stöðugleika sem hefur ríkt á peningamarkaðnum og litla verðbólgu síðustu árin þá ættum við að geta farið út í sama farið og aðrar þjóðir í kringum okkur.