Vaxtalög

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:26:10 (4909)


[02:26]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þegar þessi lög voru sett átti það fyrir Alþfl. að liggja að hverfa úr stjórnarsamstarfi örfáum mánuðum síðar. Eftir sátu hins vegar næstu tvö og hálft ár Alþb. og Framsfl. Alþfl. var ekki í þeirri ríkisstjórn. Hvorugum þessara flokka kom til hugar að breyta verðtryggingarkafla Ólafslaga. Þeim kom það heldur ekki til hugar í samsteypustjórninni sem við sátum saman í nokkrum árum síðar. Það er fyrst nú sem menn ræða um að breyta þessu. Þetta vildi ég láta fram koma, virðulegi forseti.