Vaxtalög

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:38:13 (4914)


[02:38]
     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Ég átta mig ekki alveg á því, hæstv. forseti, hvað viðskrh. ætlar að sanna með þessum reiknikúnstum. Hann kemur hér í ræðustólinn ferð eftir ferð og lengir alltaf um hálft til eitt ár í hverri ferð þann tíma sem Alþb. hafi verið í ríkisstjórn án Alþfl. og þetta á að vera eitthvert innlegg í umræðuna um lánskjaravísitölu. Það skil ég ekki.
    Hitt er alveg hárrétt hjá hæstv. viðskrh. að það er lofsvert og þeim mun lofsverðara sem tíminn er lengri að vera yfirleitt í ríkisstjórn án Alþfl. Það er rétt.