Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:51:29 (4937)


[11:51]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Tvíræðnin í máli hv. þm. er merkileg og raunar hefðbundin ef maður lítur á ræðuferil þessa ágæta þingmanns. Hann segist ekki bera brigður á störf nefndarinnar en samt er hann með dylgjur um það að hann stilli sig um að nafngreina einhverja einstaklinga þarna. Hvað á svona nokkuð að þýða? Mér mundi finnast það miklu heiðarlegra ef hv. þm. liti á það sem frá þessari nefnd kom, liti á verkin, læsi þau saman, liti á grunnskólafrv. í samhengi við framhaldsskólafrv. og þá átti hann sig á því að hann hefur engar ástæður til þess að vera með efasemdir um það að þessi ágæta nefnd hafi unnið góð störf.