Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:30:10 (4946)


[12:30]
     Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hvað er hæstv. menntmrh. að fara? Við áttum fund á þriðjudagskvöldið. Síðan þá hef ég ekki átt orðastað við hæstv. menntmrh. Ég er fulltrúi Kvennalistans í menntmn. og fer með þetta mál á okkar vegum. Við höfum ekki talað eitt orð saman. Hvað er hæstv. menntmrh. að fara með því að hér hafi verið málþóf? Þessi umræða er rétt að byrja og hún hefur aðeins staðið í örfáar klukkustundir áður. Ég mótmæli svona fullyrðingum. Það hefur ekkert verið við okkur talað og ég ítreka að það er vilji hér til þess að ná samkomulagi. Við erum búin að vera að bíða eftir þessu plaggi sem hæstv. menntmrh. ætlaði að skrifa á þriðjudagskvöldið. Hvar er það? Hver er viljinn til þess að reyna að ná einhverju samkomulagi hér?