Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 15:22:01 (4976)


[15:22]
     Frsm. 3. minni hluta menntmn. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að þakka hæstv. ráðherra fyrir einkar skýr svör, þó að hann sé afar pirraður bersýnilega á því að maður skuli yfirleitt dirfast að ávarpa hann. Hann lét það koma fram hvernig hann skildi þetta og hann staðfesti minn skilning, sem er sá að hann ætlar að setja reglugerð um það hvernig kennarar verða starfsmenn sveitarfélaganna frá og með 1. ágúst 1996. Með öðrum orðum, hann ætlar að reka kennarana frá ríkinu með reglugerð.