Réttur til endurgreiðslu af ofteknum sköttum

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 16:40:44 (4985)


[16:40]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um breytingu á lögum er varða rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum. Um þetta mál er það sama að segja og það sem var hér til umræðu á undan að þetta málefni hefur fengið mikla umfjöllun í efh.- og viðskn. og í samráði við fjmrn. var frv. samið og flutt af fjmrh. Nefndin gerir því ekki neina tillögu um breytingu á frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.