Iðnþróunarsjóður

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 17:44:42 (5003)

[17:44]
     Frsm. iðnn. (Gísli S. Einarsson) :
    Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um Iðnþróunarsjóð frá iðnn. á þskj. nr. 800. Þetta álit er álit um bráðabirgðaaðgerð. Í skjalinu stendur:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Þorkel Helgason og Finn Sveinbjörnsson frá iðnaðarráðuneytinu. Þeir lögðu áherslu á að með frumvarpinu væri verið að framlengja starfsemi Iðnþróunarsjóðs til bráðabirgða meðan verið væri að endurskoða skipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna og fjármögnun nýsköpunar í atvinnulífinu.``
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með smábreytingum.
    Undir þetta rita hv. þm. Svavar Gestsson, með fyrirvara, Gísli S. Einarsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Páll Pétursson, með fyrirvara, Kristín Einarsdóttir, með fyrirvara, Guðjón Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason.
    Ég legg þetta fram á venjulegan máta.