Atvinnuréttindi vélfræðinga

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 18:26:20 (5008)


[18:26]
     Pálmi Jónsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Hér við þessa atkvæðagreiðslu hef ég verið beðin að koma á framfæri tiltekinni yfirlýsingu. Svo vill til að í 2. gr. þessa frv. er kveðið á um stærðarmörk eða afl véla þannig að á skipi með 75--220 kw. vél þarf einn vélgæslumann sem má vera hinn sami og skipstjóri, eins og þar segir, en vafi hefur þótt leika á um þau skip sem hefðu vélar með 220,5 eða 220,8 kw. afl. Ég lýsi því yfir að það er afdráttarlaus skilningur nefndarinnar að þessi ákvæði eigi við skip með allt að 221 kw. vél. Þetta er í rauninni staðfest í greinargerð frv. en til að taka af öll tvímæli vegna þess að þetta mun einhvers staðar vera deilumál þá þykir mér rétt að taka þetta fram hér.