Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

106. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 23:55:36 (5048)


[23:55]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :

    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir viðbrögð og einnig frsm. nefndarinnar, sem ég vona að heyri mitt mál. Ég hef því einu við að bæta góðar undirtektir af hálfu þeirra við mínar ábendingar að ég held að það sé skynsamlegt að gera ráð fyrir reglugerðarheimild varðandi 7. gr. í lögum. Ég bið þingnefndina um að íhuga það og vænti að hv. 4. þm. Vesturl. heyri eða fái það sjónarmið flutt til sín, að nefndin athugi það milli umræðna hvort ekki sé rétt að setja inn í 7. gr. sérstaklega eða almennt við lögin séu ekki þar heimildir fyrir reglugerð. Það skiptir afskaplega miklu að um sé að ræða samræmd vinnubrögð og það sé farið ofan í saumana með þeim hætti sem reglugerð gerir kleift, auðvitað á grundvelli þeirra lagaákvæða sem við ætlum að ganga frá hér.