Afgreiðsla sjúkraliðafrv. úr nefnd

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 01:22:14 (5078)



     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Í tilefni af fyrirspurn hv. 5. þm. Reykv. þá vitnar forseti aftur til fyrra svars síns, er forseti vísað til 27. gr. og til frekari áréttingar vill forseti lesa niðurlag þeirrar greinar sem hljóðar svo:
    ,,Ef nefndarmaður gerir tillögu um að athugun máls sé hætt og það afgreitt frá nefndinni er formanni skylt að láta ganga atkvæði um þá tillögu á þeim fundi sem hún er borin fram. Tillagan telst því aðeins samþykkt að meiri hluti nefndarmanna greiði henni atkvæði.``