Atvinnuleysistryggingar

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 03:01:47 (5095)

[03:01]
     Frsm. félmn. (Gísli S. Einarsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá félmn. á þskj. 850 um frv. til laga um breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993, með síðari breytingum.
    Þetta mál er einnig tengt nýgerðum kjarasamningum. Það er góð samstaða í nefndinni um þetta frv. og mælir hún með samþykkt þess. Enn fremur hvetur hún til þess að lög um atvinnuleysistryggingar og reglur um Atvinnuleysistryggingasjóð verði endurskoðaðar í heild sinni.
    Undir nál. ritar hv. félmn. öll án fyrirvara og ég legg til að málið fari hefðbundnar leiðir.