Áhafnir íslenskra kaupskipa

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 14:19:28 (5145)


[14:19]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem síðasti ræðumaður kom hér inn á. Það er þingleg skylda. En það vill bara svo til að í umræðunni um breytingu á 1. gr. frv. um áhafnir á kaupskipum, í atkvæðagreiðslunni, er þessi þingmaður ekki til staðar, hann greiðir ekki atkvæði, hann er fjarverandi ( GHelg: Hann var ekki fjarverandi, hann sat ekki í sætinu.) en kemur síðan á eftir of seint. Það er dálítið annað að koma hér og bera á mig sakir í einhverjum getgátum og nefna ekki dæmi. Það er jafnskítlegt og þetta sem stendur hér, haft eftir þér í gær á prenti, og það er bara verið að fara í kringum heitan graut eins og köttur þegar verið er að draga úr því sem þú hefur sagt.
    ( Forseti (SalÞ) : Ekki ávarpa í persónu.)
    Virðulegi þingmaður. Þú segir hér, ég ætla að endurtaka það. ( GHelg: Það er búið að biðja þingmanninn vera ekki alltaf að ávarpa í 2. persónu.) ,,Ég hlýt nú enn einu sinni þegar málefni sjómanna ber á góma að auglýsa eftir þeim manni sem á þingi situr . . .
``

    Ég kalla eftir því hvort það séu hin venjulegu vinnubrögð alþingismanna að haga sér svona eins og hér hefur sést á prenti og ég held, hv. þm. Guðrún Helgadóttir, að þú ættir að óska eftir því að þetta verði afmáð út úr þingtíðinum.
    ( Forseti (SalÞ) : Ekki ávarpa í 2. persónu.)