Fréttaflutningur af slysförum

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 14:50:12 (5157)


[14:50]
     Frsm. allshn. (Björn Bjarnason) :
    Hæstv. forseti. Álit nefndarinnar er á þskj. 872. Þar kemur fram að nefndin hefur gert breytingu við tillöguna og er breytingin svohljóðandi:
    ,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem leggi grundvöll að samráðsvettvangi hlutaðeigandi aðila um fréttaflutning og upplýsingaskyldu stofnana um slysfarir og harmraunir fólks.``
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Jón Helgason en nefndin stendur samhljóða að þessari tillögu.
    Ég nota þetta tækifæri til að þakka samnefndarmönnum mínum í allshn. gott samstarf og sérstaklega formanni nefndarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur hv. allshn. fjallað um mörg mikilvæg mál og marga merka lagabálka og ég tel að í störfum nefndarinnar hafi tekist vel að koma þessu málum fram á hinu háa Alþingi með þeim hætti að nefndinni sé til sóma. Ég ítreka þakkir mínar og sérstaklega til formanns hvernig hún hafi stjórnað nefndinni á þessu kjörtímabili.