Tekjuskattur og eignarskattur

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 15:25:51 (5167)


[15:25]
     Ingi Björn Albertsson :
    Hæstv. forseti. Í ljósi þess að það þarf að leggja fram brtt. áður en umræðu lýkur og starfsmaður nefndarinnar er upptekinn á stuttum fundi, eins og hann orðaði það, og þess vegna er brtt. ekki tilbúin, þá óska ég eftir því við hæstv. forseta að umræðunni verði ekki lokið heldur frestað þannig að tóm gefist til þess að leggja fram þá brtt. sem ég minntist á í ræðu minni áðan.