Vörugjald af olíu

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 16:01:00 (5175)

[16:01]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir lítilli brtt. sem er í sjálfu sér ekki efnisleg. Brtt. er á þskj. 901 við frv. til laga um vörugjald á olíu og er breyting á ákvæði til bráðabirgða II að í stað 1. ágúst 1995 í lok 1. mgr. komi: 1. febr. 1996. Þetta lýtur eingöngu að því að það gleymdist að breyta þessari dagsetningu þegar gildistökunni var frestað frá miðju þessu ári til áramóta.
    Virðulegur forseti. Ég vil síðan nota þetta tækifæri eins og aðrir formenn nefnda hafa gert hér til þess að þakka samnefndarmönnum mínum fyrir góða samvinnu á þessum vetri. Það hafa legið nokkuð mörg og stór mál fyrir nefndinni sem hafa verið afgreidd og eru orðin eða eru að verða að lögum. Sömuleiðis vil ég þakka nefndarritara, Guðjóni Rúnarssyni, fyrir afar vel unnin störf.