Almenn hegningarlög

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 16:39:18 (5185)

[16:39]

     Svavar Gestsson :
    Hæstv. forseti. Þannig háttar til að hér er Alþingi Íslendinga að taka mikilvæga, sögulega ákvörðun og ég vildi ekki að þessi atkvæðagreiðsla gengi svo hratt fyrir sig að menn tækju ekki eftir því hvað hér er að gerast. Hér er verið að fella niður hina alræmdu 108. gr. hegningarlaganna. Ég kvaddi mér hljóðs til þess að lýsa yfir sérstakri ánægju með þessa niðurstöðu um leið og ég vildi gjarnan geta þess að mér þykir vænt um að fá tækifæri til þess og misnota aðstöðu mína til þess að senda Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi heillaóskir úr þessum ræðustól.