Almenn hegningarlög

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 16:41:39 (5187)

[16:41]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég tók þátt í afgreiðslu þessa máls í hv. allshn. og skrifaði undir nál. með fyrirvara. Það var út af þessari tillögu sem hljóðar svo:
    ,,Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.``
    Mér fannst satt að segja að það væri fullrausnarlegt að hafa þarna inni orðin ,,eða verið hefur opinber starfsmaður`` og vernda þannig æru þessara manna um aldur og ævi. Þess vegna kýs ég að sitja hjá við þessa grein.