Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 18:25:52 (5206)


[18:25]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að hæstv. forseti gefi skýringar á því hvers vegna allt í einu er hætt við að ræða 7. málið, vegáætlun, þar sem við þingflokksformenn vorum að koma af fundi með forseta þar sem rætt var um að menn reyndu að ljúka þessu máli. Ég vissi ekki annað en það ætti að klárast svo þar næst væri hægt að taka grunnskólann. Ég mótmæli því, virðulegi forseti, að verið sé að breyta þessu.