Afgreiðsla frv. um tóbaksvarnir

108. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 20:15:41 (5225)


[20:15]
     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Í því andrúmslofti samstöðu sem er komið í þinginu nú undir lokin verð ég einnig að taka undir með hv. síðasta ræðumanni að mér finnst mjög miður að ekki skuli hafa náðst samstaða um

þetta mál en það strandar aðeins á einum þingmanni. Ég vil geta þess sérstaklega að það var búið að vinna mikið í þessu máli, þetta er mikið þjóðþrifamál sem hér er á ferðinni þannig að það vekur spurningar fyrir þingheim hvort eðlilegt sé að ótakmarkaður ræðutími sé nýttur með þessum hætti.