Lok þingsetu Matthíasar Bjarnasonar

109. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 21:00:30 (5239)


[21:00]
     Matthías Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 2. þm. Vestf. fyrir hlý orð í minn garð. Það er stór dagur að ljúka þingmennsku eftir svona langan tíma og ég hef auðvitað margs að minnast. En fyrst og fremst ætla ég að minnast þess sem hefur vel farið og er gott. Ég hef eignast marga góða vini, ekki aðeins í mínum eigin flokki --- þá á ég ekki við Framsfl. heldur Sjálfstfl. --- og sömuleiðis einnig í öðrum flokkum. Ég vil endurtaka þakkir mínar til hv. þm. og allra þeirra sem maður hefur átt samstarf við á liðnum áratugum og ég minnist fyrst og fremst með hlýju og þakklæti fyrir þá samveru.