Tilkynning

1. fundur
Mánudaginn 03. október 1994, kl. 15:03:50 (6)

     Aldursforseti (Pálmi Jónsson) :
    Í veikindaforföllum aldursforseta, hv. 1. þm. Vestf., Matthíasar Bjarnasonar, og vegna fjarveru hv. 3. þm. Norðurl. v., Ragnars Arnalds, er næstur kemur honum í röð að starfsaldri, kemur það í minn hlut að gegna forsetastörfum þar til forseti Alþingis hefur verið kjörinn.
    Til hægðarauka fyrir hv. alþm. hefur dagskrá verið útbýtt þrátt fyrir að verkefni þessa fundar séu fastákveðin í þingsköpum.

     Fjarvistarleyfi:
    Friðrik Sophusson fjmrh.,
    Guðmundur Bjarnason, 1. þm. Norðurl. e.,
    Guðmundur Árni Stefánsson félmrh.,
    Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh.,
    Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf.

     Lagt fram á lestrarsal:

    Ályktun aðalfundar Félags íslenskra heimilislækna um fjölskylduna í íslensku samfélagi.