Jarðhitaréttindi

3. fundur
Miðvikudaginn 05. október 1994, kl. 14:40:27 (58)


[14:40]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mál þurfa náttúrlega að liggja þannig fyrir að þau brjóti augljóslega stjórnarskrána til að forseti þingsins vísi málinu frá. Mjög fá mál, sem hingað berast, brjóta augljóslega stjórnarskrá. Hins vegar kann mat lögvísindamanna að fela í sér þá niðurstöðu. Ég þekki ekki hvort slíkir aðilar hafi skoðað þessi frv. í áranna rás út frá því. En aðalatriðið í málinu varðar eignarrétt.