Átak við að leggja jarðstrengi í stað loftlína

4. fundur
Fimmtudaginn 06. október 1994, kl. 13:47:36 (123)


[13:47]
     Flm. (Gísli S. Einarsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir undirtektirnar enda er þingmaðurinn meðflm. Ég lít svo á að þetta gæti orðið atvinnuskapandi verkefni og það sé unnt að ná fram fjárframlagi til þessa verkefnis með atbeina ríkisstjórnarinnar. Þessi tillaga er flutt með samþykki hæstv. iðnrh. og hefur verið kynnt fyrir forsrh. þannig að ég vonast til þess að málið hljóti jákvæða afgreiðslu. Ég get ekki lofað, frekar en aðrir, að það verði látnir út peningar. Ég get ekki lofað því en ég vonast eindregið til þess og það er þörf á því miðað við það sem fram er komið.