Andsvör

5. fundur
Mánudaginn 10. október 1994, kl. 18:56:35 (163)

[18:56]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Úr forsetastóli var því lýst yfir áðan að þingmönnum gæfist kostur á að tvískipta andsvaratíma sínum. Það taldi ég mig hafa gert og átti 45 sekúndur eftir. Forsrh. svaraði með þeim hætti að ég taldi fulla ástæðu til að svara því. En ég vil gera þessa athugasemd og vona að í framtíðinni verði það virt. Sé boðið upp á að tvískipta sínum tíma, þá sé það leyft.