Andsvör

5. fundur
Mánudaginn 10. október 1994, kl. 18:57:08 (164)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill vegna orða hv. 9. þm. Reykn. taka það fram að samkvæmt þingskapalögum er það á valdi forseta hvort hann leyfir andsvör eða ekki. Forseti ákvað að skerða ræðutíma að þessu sinni og þar sem það var innan við mínúta sem hv. þm. átti eftir þá var það mat forseta að það væri of stuttur tími til þess að það gæti orðið úr því ræða og þess vegna var þessi ákvörðun tekin að þessu sinni. En forseti getur viðurkennt að það getur verið umdeilanleg ákvörðun sem var tekin í þessu tilfelli. Hún var engu að síður tekin og henni verður ekki breytt héðan af.