Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 16:11:44 (197)


[16:11]
     Sigbjörn Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Svo að það sé alveg skýrt þá vil ég engu slíku lýsa yfir á þessari stundu. Hér hafa heyrst raddir fyrr í þessari umræðu sem telja það eitt hið mesta slys sem hugsast getur að listskreytingasjóður falli niður. Íþróttasjóður hefur margt gert gott á mörgum árum. Ég er þó ekki endilega sannfærður um það að ekki sé mögulegt að verja fjármunum betur á annan hátt. Ég hef raunverulega ekki á því skoðun. Ég vil fá minn tíma til að huga að þessum málum, ræða við það ráðuneyti sem fer með íþróttamál og hefur lagt þetta til. Ég vil ekki lýsa því fyrir fram að ég sé því fylgjandi að íþróttasjóður verði áfram við lýði.
    Það má hins vegar öllum ljóst vera, þingheimi og þjóð, að forvarnir eru nauðsynlegar og íþróttir og íþróttalíf er stór liður í forvörnum.