Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 18:33:16 (223)


[18:33]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég veit ekki alveg hvað hv. þm. á við þegar hann segir að það hafi ekki staðið til

hjá þessari ríkisstjórn að taka lán, að lánasjóðurinn taki lán til þess að standa undir námsaðstoðinni eða framfærslunni. Auðvitað tekur lánasjóðurinn lán. Framlag ríkisins til námsaðstoðarinnar hefur verið ætlað að vera 54%. Það var komið upp í miklu hærri fjárhæð, miklu hærra hlutfall, ef ég man rétt 65%. Það hefur lækkað niður í 54% og þessi 54% eru ekkert endilega heilög tala. Það fer bara eftir getu sjóðsins og það hefur orðið veruleg breyting á bara þannig að það sé alveg ljóst að sjóðurinn þarf auðvitað að taka lán til þess að standa undir námsaðstoðinni. Hún kemur ekki öll í beinu framlagi frá ríkissjóði.