Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 20:49:33 (250)


[20:49]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég tek undir að það er nauðsynlegt að fleiri fagráðherrar komi og fylgist með umræðunni. Hins vegar veit ég og kannski fleiri að ekki er hægt að ætlast til þess að hæstv. félmrh. komi

í kvöld og það er kannski þeim mun meiri ástæða til þess að umræðunni sé þá frestað. Hins vegar bendi ég á að hæstv. fjmrh. kaus í upphafi máls síns í dag að snúa þessari umræðu fyrst og fremst upp í almenna umræðu um efnahagsmál og sleppa nánast að fara í efnisatriði í fjárlagafrv. sem maður hefi kannski talið að umræðan ætti að snúast um. Þess vegna tel ég afar mikilvægt og spyr virðulegan forseta hvort hæstv. forsrh. hafi verið látinn vita af því að almenn umræða væri í gangi um efnahagsmál en efnahagsmálin heyra eins og við vitum undir forsrh. samkvæmt stjórnskipan okkar. Ég tel því að það væri mjög æskilegt að hæstv. forsrh. fylgdist með umræðunni, ekki síst þar sem svo fáir fagráðherrar geta mætt þannig að hann komi sem samnefnari ríkisstjórnarinnar ef það er vilji forseta að halda umræðunni áfram.