Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 15:06:16 (277)


[15:06]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta er eins og með önnur mál sem tengjast fjárlagagerð. Þetta hefur verið lagt svona upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórn hefur fallist á að byggja fjárlagagerðina á þessum grunni. Það á síðan að sjálfsögðu eftir að láta reyna á það hvaða útslit málið fær á Alþingi. En eins og málin standa nú þá tel ég að mér sé skylt sem ráðherra, sem stendur að þessu fjárlagafrv., að beita mér fyrir flutningi slíks frv. á Alþingi og ég tel að ég hafi til þess stuðning allra ráðherra í ríkisstjórninni.